Eldisstöðin er sett saman úr sjálfstæðum einingum og í hverri þeirra er lokað kerfi. Þau gera okkur kleift að fullnýta vatnið, sem við fáum úr vatnsbólum neðanjarðar, svo framleiðslan verði bæði hagstæðari og sjálfbærari. Lokuð kerfi með fullkomnum síum eru líka heilsusamlegri, bæði fyrir fiskana og vistkerfið í kring, og hvorki þarf að nota skordýraeitur né sýklalyf.
Vatnið okkar er sannarlega einstakt. Við dælum því upp úr vatnsbólum neðanjarðar. Vatnið sem hefur safnast þar saman er sjór sem hefur síast í gegnum hraunlög á náttúrlegan hátt í tímans rás. Við notum jarðvarmann frá svæðinu í kring til að hita þetta tandurhreina vatn og skapa kjöraðstæður fyrir fiskinn.
Öll orka sem notuð er til að dæla vatni, knýja búnað og reka starfsemina kemur úr almenna raforkukerfinu og frá endurnýjanlegum orkugjöfum: Vatnsorku, jarðvarmaorku og vindorku.
Aðferð okkar líkir eftir náttúrulegu lífshlaupi Atlantshafslaxsins sem hrygnir í hreina ferskvatninu okkar og leggur svo leiðina til sjávar. Með því að rækta laxinn í stöðugu umhverfi verður hann fyrir minni streitu sem gerir það að verkum að hann vex og dafnar í jafnvægi. Þessi aðferð er það sem gefur laxinum þétta áferð og frábært bragð.