Stefnur

Jafnréttisstefna

Jafnréttisáætlun First Water byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði. Tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja fyllsta jafnréttis alls starfsfólks First Water með það að markmiði að nýta hæfni og getu starfsfólks til fulls.

Jafnréttisstefnan felur í sér að First Water skuldbindur sig til að stuðla að:

Launajafnrétti

  • Jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf óháð kyni
  • Framkvæma reglulegar launagreiningar

Banni við mismunun í launum og kjörum

  • Ekki mismuna  starfsfólki vegna kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúarbragða, fötlunar o.fl.
  • Sömu laun og kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf

Ráðningum óháð kyni, starfsþjálfun og endurmenntun

  • Öll laus störf opin öllum, óháð kyni
  • Vanda auglýsingar svo þær höfði til allra hópa
  • Auka fjölbreytileika starfshópsins með greiningu og markvissum ráðningum
  • Tryggja jafnan aðgang að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

  • Vinnustaður skal vera fjölskylduvænn
  • Sveigjanlegur og fyrirsjáanlegur vinnutími
  • Stuðningur við nýtingu foreldra- og fæðingarorlofs

Eftirfylgni og endurskoðun

  • Árleg yfirferð á markmiðum jafnréttisáætlunar
  • Stöðug þróun stefnunnar í samræmi við stefnumótun fyrirtækisins
  • Endurskoðun á þriggja ára fresti (næst 2027)

Jafnlaunastefna

Janflaunastefna félagsins er órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu og jafnlaunakerfi félagsins. Markmið stefnunnar er að tryggja konum og körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni.

Til að styðja við stefnuna fer First Water eftir ÍST 85 staðlinum og lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

Mannauðsstefna

Markmið okkar

  • Er að vera framúrskarandi vinnustaður
  • Er að vera vinnustaður sem laðar að sér besta fólkið, eflir það, styrkir og þróar
  • Er að hafa sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi á öllum sviðum starfseminnar

Rétta fólkið

  • Við tryggjum að ráðningarferlið sé faglegt
  • Við tökum vel á móti nýju fólki
  • Við pössum að réttir aðilar séu á réttum stöðum
  • Starfskjarnastefna First Water

Jöfn tækifæri fyrir alla

  • Við tryggjum að allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri
  • Við vinnum eftir jafnlaunastefnu og jafnlaunastaðli ÍST85
  • Jafnréttisáætlun
  • Jafnlaunastefna

Öflug forysta og liðsheild

  • Við byggjum upp sterka liðsheild þar sem traust er lykilþátturinn
  • Við erum með regluleg örsamtöl við starfsfólkið okkar
  • Við hvetjum til opinna samskipta milli starfsfólks

Hvetjandi og nærandi starfsumhverfi

  • Við erum með fjölbreytta fræðslu í boði til að efla færni og þekkingu starfsfólks
  • Við erum með fræðsluefni sem við störfum eftir
  • Við leggjum mikið upp úr vellíðan hjá starfsfólki okkar og reynum að passa upp á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs
  • Við bjóðum starfsfólki okkar upp á heilsu- og velferðarpakka
  • Fræðslustefna
  • Stefna gegn einelti, áreitni og ofbeldi EKKO
  • Siðareglur
  • Samskiptasáttmáli
  • Sjálfbærnistefna

Síðast uppfært 8. maí 2025