Framkvæmdastjórn

Eggert Þór Kristófersson

Forstjóri

Eggert á að baki víðtæka reynslu af áætlanagerð og rekstri sem forstjóri Festi í 7 ár og fjármálastjóri N1 hf. í 4 ár. Hann hefur einnig rúmlega 15 ára reynslu úr bankageiranum, af eignastýringu og viðskiptum.

eggert@firstwater.is

Helgi Þór Logason

Fjármálastjóri

Helgi er viðskiptafræðimenntaður, með cand.oecon gráðu frá Háskóla Íslands frá 1998 og MBA gráðu frá McDonough School of Business (Georgetown University) frá 2009.

Hann starfaði við fjárfestingar fyrir Landsbréf 1998 til 2001 og fyrir Íslandsbanka 2001 til 2007 þar til hann varð fjármálastjóri Fjarðarlax og síðar forstjóri Kex Hostels og forstjóri Festi fasteigna.

helgi@firstwater.is

Stefán Ágústsson

Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs

Stefán er með BSc gráðu í viðskiptastjórnun og meistaragráðu í endurskoðun frá Háskóla Íslands. Hann starfaði sem fjármálastjóri í upplýsingatæknigeiranum fyrir alþjóðlegt fyrirtæki í 8 ár áður en hann gekk til liðs við First Water árið 2021.

Hann hefur mikla ástríðu fyrir laxveiðum og hefur haft umsjón með villta laxastofninum og laxveiðiám um árabil.

stefan@firstwater.is

Guðmundur Þórðarson

Framkvæmdastjóri Framkvæmdasviðs

Guðmundur er húsasmíðameistari og byggingaverkfræðingur með BSc gráðu frá Horsens Ingeniørskole. Hann hefur stýrt fjölda umfangsmikilla verkefna í gegnum tíðina sem eru mörg hver sérhæfð, m.a. stækkun álverksmiðju ÍSAL, byggingu fóðurverksmiðju fyrir lax í Noregi, jarðgangnagerð, virkjanir á Íslandi og Grænlandi ásamt fjölda annarra verkefna.

gudmundur.thor@firstwater.is

Stefán Þór Winkel Jessen

Framkvæmdastjóri Tæknisviðs

Stefán hefur meira en 15 ára reynslu af verkfræði. Hann hefur stjórnað og tekið þátt í mörgum krefjandi verkefnum bæði hérlendis og erlendis sem lúta að hönnun, rekstri og uppbyggingu ýmissa tækniinnviða; til dæmis virkjana, tengivirkja og fjarskipta- og stjórnkerfa. Stefán er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík.

stefan.jessen@firstwater.is

Stjórn

Örvar Kærnested

Stjórnarformaður

Baldvin Valdimarsson

Stjórnarformaður

Jón Sigurðsson

Stjórnarformaður

Kristján Th. Davíðsson

Stjórnarformaður

Steinar Helgason

Stjórnarformaður